Hinseginleikinn er fræðsluvettvangur sem hófst á Snapchat, en þróaðist síðar yfir í vefþáttaseríu á Rúv núll og er nú haldið úti á Instagram, þar sem fólk fær að skyggnast inn í líf hinseginfólks hér á landi. Tilgangurinn er að opna umræðu og aftabúvæða alls kyns hugmyndir um hvað það er að vera hinsegin. Áhorfendur eiga kost á að spyrja spurninga, þar sem ýmsir gestir taka reglulega yfir Instagrammið og segja sína sögu.

Stofnendur Hinseginleikans eru María Rut Kristinsdóttir og Ingileif Friðriksdóttir. Við höfum farið í menntaskóla með fyrirlestra um skaðsemi skaðalímynda og mikilvægi fyrirmynda þegar það kemur að hinseginveruleika. Þar höfum við sé það svart á hvítu hversu mikilvægt það er að fræða ungmenni um hinseginleikann og afrugla allar þær mýtur sem hafa fengið að grassera alltof lengi. Við hefðum báðar komið mun fyrr út úr skápnum ef ekki hefði verið fyrir ranghugmyndir okkar um það hvaða þýðingu það hefði á líf okkar. En í raun og veru breyttist lífið bara til hins betra.

Þáttaröð um ungt hinsegin fólk á Íslandi, baráttu þeirra og daglegt líf.